Þjónusta 2024-2025 fyrir hundaeigendur 

Í boði er 20+ ára reynsla af þjálfun og atferli hunda,

áhrifaríkur grunnur og lausnir við að fyrirbyggja og vinna

í hegðunarvandamálum.
Skóli fyrir hundaeigendur og fyrir hundaþjálfara.

 
 
Þjónusta:
 
1. Bókin "Glaðasti hundur í heimi" kom út árið 2022 Skoða/panta hér
Sjá hljóðbók hér
 
2. Facebook síða með fróðleik: Sjá Facebook síðu hér
 
3. Sjónvarpsþættirnir "Hundaráð" eru aðgengilegir frítt hér
 
4. Sjónvarpsþættirnir "Hundarnir okkar" eru aðgengilegir frítt hér
 
5. Fjarþjálfun  Fjarþjálfun í einn mánuð fyrir styttri ráðgjöf eða lengri tíma fyrir td hundaeigendur sem eru að fá sér hvolp eða vilja skilja og/eða þjálfa hundinn betur. Persónulegt prógram og þjónusta. Þjónustan byggir á samskiptum gegnum messenger, mest talskilaboð og myndbönd.
Startgjald 19.900.- m/vsk fyrsta mánuðinn og 14.900.- m/vsk á mánuði eftir það eins lengi og eiganda hentar að hafa hundaþjálfara til taks. Les og myndefni innifalið, persónuleg þjónusta. 

Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar.

6. Nám í hundaþjálfun 12 mánuðir - fjarnám sem hentar með vinnu/öðrum skóla.
Námið byggist á grunni hundaþjálfunar og atferlis, hagnýtum æfingum og úrlausnum við hegðunarvanda. Námið byggist einnig á starfinu sem hundaþjálfari fyrir þá sem langar að starfa með hunda eða bæta enn fremur við sína þekkingu sem hundaeigendur. Farið er í kenningar og árangursríkar og fjölbreyttar leiðir í kennslu til hunda og til hundaeigenda, frábær grunnur og stuðningur fyrir hundaþjálfara, ræktendur og alla þá sem koma að hundum í starfi sínu. Fjarnám með verklegum helgum fyrir sunnan og fyrir norðan eftir því sem hentar nemanda. Stuðningur eftir námið eins lengi og þarf. 
Viðurkenning fæst fyrir klárað nám og innganga í alþjóðleg samtök hundaþjálfara. 
 
 

Með góðri kveðju

Heiðrún Villa