Þjónusta 2025-2026 fyrir hundaeigendur 

 

Í boði er 20+ ára reynsla af þjálfun og atferli hunda,

áhrifaríkur grunnur og lausnir við að fyrirbyggja og vinna

í hegðunarvandamálum.

 
 
Þjónusta:
 
1. Netnámskeið: Væntanlegt haust 2025
 
 
2. Facebook síða með fróðleik: Sjá Facebook síðu hér
 
 
3. Símaráðgjöf. Spjöllum saman um hundinn! 
Persónulegt prógram og þjónusta. Velkomið að senda myndbönd gegnum messenger til að sýna hund og hegðun betur. Myndsímtal gegnum messenger einnig í boði. 
Fyrsta símtal/myndsímtal kr. 14.900.-  og næstu símtöl eftir það kr 4.900.-
Prógram með les- og myndefni innifalið.
 

4. Nám í hundaþjálfun 12 mánuðir - fjarnám sem hentar með vinnu/öðrum skóla.
Námið byggist á grunni hundaþjálfunar og atferlis, hagnýtum æfingum og úrlausnum við hegðunarvanda.
 
Námið byggist einnig á starfinu sem hundaþjálfari fyrir þá sem langar að starfa með hunda eða bæta enn fremur við sína þekkingu sem hundaeigendur. Farið er í kenningar og árangursríkar og fjölbreyttar leiðir í kennslu til hunda og til hundaeigenda, frábær grunnur og stuðningur fyrir hundaþjálfara, ræktendur og alla þá sem koma að hundum í starfi sínu. Fjarnám með verklegum helgum fyrir sunnan og fyrir norðan eftir því sem hentar nemanda. Stuðningur eftir námið eins lengi og þarf. 
Viðurkenning fæst fyrir klárað nám og innganga í alþjóðleg samtök hundaþjálfara. 
 
 
5. Verklegt framhaldsnám fyrir hundaþjálfara.
Tækifæri fyrir hundaþjálfara til þess að öðlast enn meiri reynslu og þekkingu gegnum vettvangsnám og æfingarþjálfun í réttu umhverfi. 
 
 

Með góðri kveðju

Heiðrún Villa