Mikil þekking og reynsla

 
Til þeirra sem eru að eiga við hegðunarvanda hjá hundinum sínum: Neikvæð hegðun er sýnileg afleiðing raunverulegs vandamáls sem má finna innra með hundinum. Orsök hegðunarinnar getur þá verið t.d. æsingur, stress, óöryggi, kvíði eða þráhyggja. Með því að vinna í orsökinni næst árangur með afleiðinguna (hegðunina). Lausnin úr vandamálinu fellst því alltaf í yfirvegun. - Heiðrún Villa
 
 

 

                                                                                      

 

Heiðrún Villa hefur lengi verið í hundabransanum enda hennar mesta ástríða. Ung fann hún mikinn áhuga og var mikið í kringum hunda. Fékk sinn eigin hund 13 ára. Vegna skorts á upplýsingum kunni Heiðrún ekki á hundinn og þrátt fyrir að reyna sitt besta stjórnaði hann heimilinu með leiðinlegum afleiðingum. Eftir það ákvað Heiðrún Villa að sökkva sér í atferli hunda og hefur verið að læra síðan. Hver hundur sem hún hefur hitt hefur kennt henni eitthvað nýtt og Heiðrún Villa hefur öðlast gegnum árin mikla þekkingu og reynslu á uppeldi, þjálfun og heilbrigði hunda og hjálpað fjölmörgun að yfirstíga erfið hegðunarvandamál. Skilningur, þolinmæði og yfirvegun er mikilvægt í þjálfun að hennar mati og vill með mesta móti kenna fólki hvernig það lætur hundinum líða vel og þannig nær árangri í þjálfun. Einnig leggur Heiðrún Villa áheirslu á mikilvægi andlegs jafnvægis og hvað hundar kenna okkur marga yndislega hluti.  Heiðrún Villa hefur kynnt sér flestar þær aðferðir sem notaðar eru í dag í þjálfun og notar innsæi sitt og þekkingu til að finna áhrifaríkar lausnir til árangurs.

 

    

Heiðrún Villa hefur mikla reynslu í margvíslegum aðferðum og er með opin huga og almenna skynsemi varðandi hvað þarf hverju sinni, hver eigandi og hundur er sérstakur. Heiðrún Villa notar aðferðir þar sem atferli hundsins og uppbygging góðs sambands manns og hunds er í fyrirrúmi, til þess að langvarandi árangur náist og góður skilningur eiganda færir hann nær hundinum sínum.

Það eru ekki beint til jákvæðar eða neikvæðar aðferðir, einungis jákvæð eða neikvæð áhrif sem tiltekin aðferð hefur á tilteknum tíma. Öll tól og tækni til þjálfunar eru góð rétt notuð en slæm rangt notuð. Ef þú festir þig í einni aðferð getur þú náð árangri með henni, en á sama tíma getur hún verið takmörkun fyrir þig. Í stað þess að festa sig á tól eða aðferðir felst árangurinn fyrst og fremst í opnum hug og skilningi á því dýri sem maður er með í höndunum hverju sinni, að sjá það eins og það er, ekki eins og þú heldur að það eigi að vera. Með þessum hugsunarhætti eru möguleikarnir til framfara fyrir samband manns og hunds endalausir.

 

         Heiðrún Villa:    

Helstu leiðbeinendur og kennarar: 

      

Árið 2008-2012:

Sharon Bolt : http://www.good-dogs.co.uk/

Martin Deeley: http://martindeeley.com/writer.html

Brian Agnew: http://www.thebalanceddogca.com/

Cheri Lucas: http://cherilucasdogbehavior.com/

Cesar Millan: http://www.cesarsway.com/
 

Árið 2012-2018

Eftir árið 2012 er óhætt að segja að leiðbeinendur, kennarar og vinir Heiðrúnar Villu erlendis frá eru orðnir um 100 talsins, allt framúrskarandi hundaþjálfarar og atferlisfræðingar sem hún hefur samskipti við reglulega. Heiðrún Villa fer á ráðstefnur erlendis annað hvert ár til þess að bæta við þekkinguna. Heiðrún Villa er orðin kennari fyrir IACP og tekur að sér nema í hundaþjálfun á nokkurra ára fresti.  

Auk þess að vera að hafa lært persónulega af þeim frábæru þjálfurum/atferlisfræðingum sem nefndir eru hér af ofan og öðlast skírteini sem viðurkenndur atferlisfræðingur hefur Heiðrún Villa einnig: 

·  Starfaði hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð í 3 ár

·  Starfaði hjá Dýraríkinu í 3 ár, hluta sem verslunarstjóri

·  Tók Hill´s námskeið í dýraheilbrigði

·  Hefur skrifað fjölmargar greinar fyrir fjölmiðla og tímaritið Sám um hundaatferli.

·  Hefur komið fram í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum 

·  Gaf út bókina „Gerðu besta vininn betri“ jólin 2008

·  Tók kúrsa frá ACAS (American College of Applied Science ) – fjarnám í Canine Behavior Counseling

·  Tók netkúrsa frá K9 dog training centre, léttir og skemmtilegir kúrsar en án skírteina til þess að auka þekkingu og sjá fjölbreytileika þjálfunar hunda í dag.

·  Hefur farið á ýmis námskeið hjá öðrum aðilum, bæði grunn- og framhalds

·  Hefur tekið ýmis námskeið í fjárhunda og veiðiþjálfun

·  Hefur reynslu af þjálfun rústa- og snjóflóðaleitarhunda.

·  Hefur starfað sem sjálfboðaliði Dýrahjálpar við að bæta hegðunarvanda þeirra hunda sem eiga erfitt með að finna heimili sökum hans.

·  Hefur átt og þjálfað hunda sl 17 ár með góðum árangri

·  Hefur haldið fyrirlestra og námskeið með góðum árangri á Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Hvammstanga og víðar.

·  Hefur farið í heimavitjanir á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Húsavík, Siglufirði, Blönduósi, Hvammstanga og Reykjavík. Einnig aðstoðað fólk í Bretlandi.

·  Hefur aðstoðað fjölmarga að vinna úr hegðunarvanda sem á rætur að rekja til rangra uppeldisaðferða.

·  Hefur tekið að sér heimilislausa hunda, þjálfað upp og fundið heimili fyrir þá.

·  Hefur tekið að sér hunda í sérþjálfun með erfið hegðunarvandamál.

·  Var með heimagæslu á heimili sínu þar sem komu hundar allstaðar að og dvöldu á heimili hennar.

·  Hefur aflað sér þekkingar á sviði líkamlegs heilbrigði hunda og næringu.

·  Er sífellt að leita sér meiri þekkingar, hefur lesið yfir 50 bækur um málefnið og er sífellt að bæta við sig reynslu.

- Gaf út DVD diskinn "Auðveld leið til árangurs - hundaþjálfun fyrir alla hundaeigendur" jólin 2010

- Stefnir að opnun athvarfs fyrir heimilislausa hunda í framtíðinni ásamt því að vera með námskeið reglulega og ráðgjöf fyrir alla þá sem þurfa aðstoð með hundinn sinn.

- Fór í hundaatferlis vinnusmiðju á Dog Psychology Center í LA undir handleiðslu 4 þjálfara og atferlisfræfðinga sem eru taldir fremstir á sínu sviði í Bandaríkjunum hvað varðar atferli hunda.

- Gaf út bókina "Leyndarmál Hundaþjálfunar - biblía hundaeigandans"

- Hefur tekið upp fjölda myndbanda til að útskýra betur hvernig má öðlast gott samband við hundinn sinn. Myndböndin eru á Meðlimasvæði Hundaþjálfun.is

-Frá 2013 hefur Heiðrún Villa tekið að sér erfiða hunda heim, gefið góðan grunn að þjálfun og kennt eigendunum að halda áfram með árangurinn.

-Frá 2013 hefur Heiðrún Villa tekið að sér heimilislausa hunda, þjálfað upp og fundið heimili. Heiðrún Villa vinnur reglulega í samstarfi við Dýrahjálp Íslands.

 

 

 

       - Fékk viðurkenningu árið 2013 frá International Association of Canine Professionals IACP sem fagmaður á sínu sviði.

       - Sækir ráðstefnur, vinnusmiðjur og námskeið árlega, síðast ráðstefnu IACP september 2014 og 2016 þar sem yfir 20        reynsluboltar héldu fyrirlestur og kennslu.

       - Er með sjónvarpsþáttinn Hundaráð www.hundarad.is með Steinari Gunnarssyni lögregluhundaþjálfara, sýndur á N4 og á netinu.

       - Mun líklegast aldrei hætta að læra og stefnir á að auka þekkingu sína ár frá ári og veita hundaeigendum frábærar upplýsingar um   þjálfun hunda.

 

 

  

                                                                             

 

 

 

Nokkrar umsagnir
 
 "Mikið finnst mér nú yndislegt að svona fólk eins og þú sért til Heiðrún Villa...það sem ég hef lært af þér og þínum heimsóknum er búið að koma mér svo miklu miklu lengra með það að skilja dýrin heldur en nokkuð annað sem ég hef prófað"   
______________
"Kæra Heiðrún
 
Takk fyrir síðast, mig langaði bara að láta þig vita að heimilishaldið er allt annað eftir ráðin sem þú gafst okkur varðandi hundana okkar. Nú slaka þeir meira á og kvöldin eru róleg og þæginleg. Mig langar að þakka þér kærlega fyrir vel unnið starf sem þú sannarlega átt heima í"
 _________
"Hæhæ
 
Þvílíkur munur! Ég get varla lýst því hversu mikill munur er á Jökli eftir að þú komst, þetta tók nokkrar vikur, en árangurinn hefur sannarlega komið í ljós.
Heimaráðgjöfin var frábær kostur fyrir okkur og ég kann sannarlega að meta það sem þú gerðir fyrir okkur. Þúsund þakkir"
 ________
 
"Ég lærði meira á þessum tveim tímum um hunda en ég hef gert á nokkru öðru námskeiði. Nú finnst mér ég geta allt með hann Gutta, ekki vissi ég að hann gæti staðið sig svona vel eða hvað ég gæti komið miklu í verk með hann"
____________ 
"Sæl Heiðrún
 
Kærar þakkir fyrir að koma til okkar
Nú vitum við hvað við eigum að gera og hlökkum til að sjá árangur, sem er reyndar kominn þrátt fyrir stuttan tíma, ótrúlegt en satt. 
Okkur langar að óska þér alls hins besta, haltu ótrauð áfram þú átt sannarlega að starfa við þetta"
______________ 
 
"Sæl og blessuð Heiðrún Villa
Langaði bara að láta þig vita að göngutúrarnir eru allt aðrir. Nú fer ég full eftirvæntingar í göngu í stað þess að vera stressuð, við Askja æfum okkur saman og gengur frábærlega. Takk enn og aftur"
 
____________
"Heimaráðgjöfin gerði heilmikið fyrir mig og hvolpaskottið mitt. Ég mæli eindregið með þessu fyrir fólk með hvolpa því það er jú betra að fyrirbyggja vandann en að þurfa að eiga við hann þegar hann er kominn of lang. Takk fyrir mig"
 
                 -------------
 
Umsagnir frá framhaldsnámskeiði í Sussex, Englandi.
 

 Dear Heidrun

We just wanted to say thank you for all of the help and advice you gave us on the training session in Crawley last week. We learnt many new techniques to try in managing 6 month old Chops behaviour and with your encouragement we felt confident that we were able to do the right thing by him. 

 Sally and I are long term dog owners and getting a new puppy at any time in ones life is a bit daunting. However your advice and guidance was excellent and despite the number of trainers we have used over the years, none have ever helped us as much as you did. We learnt and gained more in the hour and half with you than we have ever done in many training classes that we have attended with our other dogs. To see Chops walking so well with you and without pulling within just a few minuets was quite honestly unbelievable. Then to get us to do the same with him was just amazing. You taught us that if we felt positive then we would feel empowered and Chops would behave as we expected .

 Chops has been far better in walking this week ( sometimes its two steps forward  and one backward - but then he is still a very young puppy) and its now quite a pleasure to take him out. We have used the other techniques indoors as well and it is actually working!

You gave us positive and practical ideas all with a knowledgeable, courteous and friendly manner.

So thank you for your time and your guidance.

 We wish you every luck for the future in your business venture. Please let us know how you are getting on.

Best wishes
Sally and Trevor Hutson & Chops
Stony Stratford, Bucks

_________

 

 

Once again very many thanks for our consultation last weekend. One of the problems we were having was getting Bonnie to walk to 'heel'. Heidrun set us walking up and down the park walking beside us explaining exactly how to hold the lead etc, within about 10 minutes Bonnie was walking to heel correctly and we felt a lot more confident with ourselves thanks to Heidruns's instructions. We then took Bonnie out onto the street with Heidrun holding the lead and Bonnie seems now to have got over her fear of passing cars and push bikes, another victory! We are now using the sort of lead Heidrun recommended, Michelle has taken her out a couple of times this week around the streets when she got back home I asked how she got on both times it was 'brilliant' heel all the way without having to remind Bonnie too many times. Once again very many thanks.


Michelle and Simon Macdonald and 'Bonnie'
Worthing, Sussex, England.

 ______

 

 

Hello Heidrun

Just a note to say how much I enjoyed and benefited from the morning I spent with you last week.  You definitely instilled in me the power of positive thinking and my dogs have  benefited from that knowledge.  I found that your attitude gave me plenty of confidence and I have put in place the ideas that you gave me and although not perfect at the moment, the dogs are behaving better on the walk which was my main area for concern.  They are looking to me for leadership and hopefully that will continue. 

Thank you again for the opportunity of having a one-to-one consultation with you – I will keep you posted on developments!

Best wishes
Geraldine